5. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. febrúar 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:11
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:56
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Teitur Björn Einarsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1754. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla stýrihóps um framkvæmd EES-samningsins Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Hafdís Ólafsdóttir (forsætisráðuneyti), Finnur Þór Birgisson og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir (utanríkisráðuneyti) og Bryndís Helgadóttir (innanríkisráðuneyti).

Gestirnir gerðu grein fyrir áfangaskýrslu stýrihópsins og stöðu mála henni tengdri, og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Viðskipti Íslands og Rússlands. Kl. 10:18
Á fund nefndarinnar kom Unnur Orradóttir Ramette (utanríkisráðuneyti) og kynnti stöðu á viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:47
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00